Jæja, núna höfum við náð 16 vikna markinu sem fyrir ekki svo löngu var alveg gífurlega langt í burtu. En tíminn líður nú þó nokkuð hratt sem betur fer í rauninni.
Ég er enn eitthvað að hrella mömmu þar sem hún fær enn nokkra ógleði, en sem betur hef hefur mér tekist að minnka uppköstin hjá henni. Sem mér skilst að hún sé mjög svo ánægð með. Þó svo að við eigum okkar slæmu daga.
Bæði í gærkvöldi og fyrrakvöld var ég í einhverjum leikfimisæfingum, og er mamma nokkkuð viss á að hún hafi fundið fyrir mér. Heyrði hana ræða málin við pabba um að það væri eins og hún væri með lítið fiðrildi í maganum - svona örlítið kitl. En það er nú kannski aðeins í fyrri kanntinum fyrir hana að finna fyrir mér ennþá, en hún ætlar að athuga hvað ljósmóðirin segir á þriðjudaginn.