Jæja, þá er það búið. Við fórum og hittum Ingibjörgu ljósmóður í dag og kom allt mjög svo vel út. Mamma voðalega montin með sig þar sem hún hefur bara þyngst um eitt kíló sem er kílóið sem hún missti þegar hún kastaði svo mikið upp svo að við erum bara nokkurn veginn á sama stað og í byrjun. Einnig fengum við að vita að allt koma frábærlega út úr blóðprufunum okkar.
Svo kom að því að heyra hjartsláttinn minn, en það gekk eitthvað brösulega að finna mig þar sem ég var í felum. Mömmu og pabba var nú ekki alveg orðið sama hversu lengi það tóka að finna mig en það hafðist á endanum. Og var hjartslátturinn minn mjög svo kröftugur og mældist um 150-160 slög á mínútu, og var Ingibjörg ljósmóðir mjög svo ánægð með það.
Við mamma erum búin að diskútera málin og ætlum að fara í meðgöngusund, núna er bara að reyna að hafa samband við dömurnar sem sjá um það og skrá okkur. Það ætti nú að vera ágætt að fá að fara í sund þrisvar í viku! En var nú aðal ástæðan á bak við þessa ákvörðun sú að mamma er farin að fá smá verki í mjóbakið sem leiða niður í hægri mjöðmina og á þessi leikfimi að gera létt undir og jafnvel hjálpað til við að minnka þessa verki þegar þeir koma. Svo er ekkert verra að fara í smá leikfimi líkar þar sem mamma neitar að mæta í Hreyfingu vegna þess hve hún er lyktnæm þessa dagana.