Búið að vera mikið um ógleði undanfarna daga og það lítur út fyrir að uppköstin séu komin á fullu aftur, okkur mömmu til mikilla óánægju. Við fórum meira að segja fyrr heim úr vinnunni í byrjun vikunnar þar sem mamma eyddi nánast öllum morgninum inni á baðherberginu og kom því ekki miklu í verk. En vonandi verður næsta vika mun betri heldur en þessi sem var að líða.
Núna bíðum við bara sennt eftir að fá að sjá myndir af dömunni hennar Grétu. Vonandi koma þær fljótlega.