Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

29.04.2005 15:09

Brjóstsviði

bangsar.gif

Því miður þá virðist brjóstsviðinn vera farinn að gera vart við sig. Var alveg að verða vitlaus í gærkvöldi og endaði með því að fara út í Lyfju og kaupa töflur til að reyna að lostna við þetta allt saman. Sem betur veru virðast þessa töflur vera algjör töfralyf svo að brjóstsviðinn hverfur iðurlega til tölulega fljótt eftir að ég hef japplað á einni slíkri töflu.

Annars er smá spenna í gangi þar sem það verða 19. vikur á morgun. Er ætlunin að taka myndir þar sem það gleymdist um seinustu helgi og bæta við í bumbualbúmið. Engu að síður er næsti laugardagur mun meira spennandi þar sem þá náum við 20. vikna markinu og erum þá hálfnuð ... alla vegna vonandi. Hef mjög svo lúmska grun um að við förum eitthvað fram yfir eins og allir virðast vera að gera þessa dagana. Líst ekki alveg nógu vel á það.

Við bumbubúi höfum rætt aðeins saman og þrátt fyrir að ég sé mjög svo spennt að finna fyrir alvöru spörkum hefur hún/hann lofað að reyna að vera góð næstu vikuna svon á meðan ég er að undirbúa mig fyrir lokapróf sem ég fæ í hendurnar á miðvikudaginn í næstu viku og þarf að vera búin að skila fyrir miðnætt á föstudeginum. En í rauninni á þetta allt saman bara eftir að láta vikuna líða mjög hratt og við verðum farið í sónar áður en við vitum af því. En við eigum tíma þann 9. maí í 20. vikna sónar. Alveg ótrúlegt að við séum að ná því marki. Fyrst leið mér eins og það myndi aldrei koma ... en tíminn á það víst til að læðast upp að manni. Ekki slæmt stundum þó svo að maður vildi yfirleitt hafa meiri tíma fyrir ýmsa hluti eins og próf osfrv.

Flettingar í dag: 638
Gestir í dag: 208
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29393
Samtals gestir: 9953
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 19:37:11

Eldra efni

Tenglar