Við mamma vorum að fá þær fréttir að við höfum komist að í meðgöngusundinu hérna í Reykjavík og byrjum á morgun klukkan hálf þrjú. Og hlakkar okkur bara þokkalega til. Erum reyndar á biðlista eftir að komast í tímann sem byrjar klukkan eitt en það er fínt að fá að komast að á meðan í þessum tíma.
Meðgöngusund var sérstaklega hannað fyrir konur sem eru bakveikar eða með stoðgrindarvandamál. Og þar sem ljósmóðirin okkar telur að mamma geti verið að byrja að fá grindargliðnun / grindarlos er mjög fínt fyrir okkur að fá að komast að, líka fínt að fara í smá leikfimi og hitta aðrar bumbur í sundi. En tímarnir eru haldnir þrisvar í viku.