Sebastían Jóhann Einarsson Velkomin á heimasíðuna mína
|
|
08.05.2005 16:39Erum hálfnuðÞað hlaut að koma að því að við skyldum ná þessu marki eins og hinum hingað til, ekki satt!!! Mamma er sko mjög svo ánægð að við séum komin þetta langt því að þá verður hægt að fara að telja niður í staðinn fyrir að vera endalaust að telja upp .... seinni helmingurinn er líka alltaf betri. Þó svo að hún sé mikið að velta fyrir sér hversu mikið meira hún eigi eftir að stækka. En okkur tókst hið merka verk, eða eiginlega bara mér, að stækka kúluna um 4 sentimetra á seinustu fjórum vikum. Hah geri aðrir betur. Enda erum við orðin nokkuð sver um okkur. Svo eru spennandi dagar fram undan þar sem við erum að fara í 20. vikna sónarinn minn á morgun og þá fá mamma og pabbi að sjá mig aftur og vonandi að fá einhverjar spennandi myndir af mér sem þau geta sýnt ykkur. Og svo förum við í 20. vikna skoðinina hjá Ingibjörgu ljósmóður á þriðjudaginn, og svo verður bara lagt upp í mína fyrstu utanlandsferð núna á miðvikudaginn. Ég er sko að fara alla leið til New York. Hlakka sko ekkert smá til. Ekki amarlegt að vera byrjaður starx á heimshornaflakkinu áður en maður mætir á staðinn. Ég ætla að gera mitt besta og vera góð/ur í flugvélinni og dansa ekki of mikið á blöðrunni hennar mömmu. Annars er það helsta að frétta af mömmu og pabba er það að pabbi er nú sjálfur bara ný kominn heim. Var í London á miðvikudaginn og fimmtudaginn að vinna. Og að mamma er á fullu í meðgöngusundinu og líkar okkur það bara vel. En samt nokkuð erfitt alltaf að koma sér upp úr lauginni þar sem okkur finnst við verða nokkuð framþungt þegar við komum upp úr vatninu. En reyndar hafa eymslin hjá mömmu aukist og er það aðallega í rófubeininu núna, á hún erfitt með að stija til lengri tíma en það sama á líka við um að liggja og standa svo að við erum að verða nokkuð úrræðalaus um hvernig við eigum að vera. En þetta hlýtur að líða allt saman hjá eins og allt annað. Skrifað af Bumbubúa Flettingar í dag: 638 Gestir í dag: 208 Flettingar í gær: 283 Gestir í gær: 76 Samtals flettingar: 29393 Samtals gestir: 9953 Tölur uppfærðar: 15.1.2025 19:37:11 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is