Þá er þessi áfangi búinn að mamma og pabbi fengu að skoða mig aðeins í dag. Ég var nú reyndar ekkert voðalega samvinnuþíð/ur þar sem ég var alltaf að snúa mér undan sónarapparatinu og þegar það átti að athuga hvort kyns ég væri þá krosslagði ég bara lappirnar og herpti allt saman saman þegar þau reyndu að kíkja á mig. Og er nú sem sagt farið að segja að ég sverji mig í ættina með að vera þrjósk/ur og vilja ráða hlutunum. En annars kom allt saman bara mjög vel út og líffærðin mín gætu varla verið betri, alla vegna svona miðað við þennan sónar en hún Kristín sem skoðaði mig segir að það ætti bara að vera vísir að góðum málum. Er ég alveg í réttri stærð, nema hvað að ég fékk nýjan áætlaðan fæðingardag og á núna að koma í heiminn þann 26. september. En við skulum bara bíða og sjá til hvort að mér takist ekki að breyta því eitthvað!! En annars getið þið kíkt á mig í myndaalbúminu, við fengum tvær myndir af mér heim.
Nýjustu fréttirnar eru að ... fyrir utan mig og mína fyrstu myndatöku ... að það tók sig fyrir pabba að koma heim. Hann er núna á leiðinni til Baltimore og verður þar fram á miðvikudag þegar hann tekur á móti mér og mömmu og svo ömmu og afa á JFK flugvelli til að vera með okkur í fríi og svo skilur hann okkur eftir aftur þegar við fljúgum heim til að verða áfram í nokkra daga.