Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

10.05.2005 14:30

20 vikna skoðun

bangsar.gif

Við mamma vorum að koma heim úr skoðunninni, en því miður gat pabbi ekki komið með fyrst hann er í útlöndum. Og leit allt saman bara mjög vel út, góður blóðþrýstingur hjá okkur, ekki mikil þyngdaraukning - meira að segja minni en við héldum, ekki amarlegt. Svo að ég bara lít út fyrir að vera með allt í góðu formi, alveg á réttri braut. Það þurfti meira að segja ekki að leita af mér núna til að hlusta á hjartsláttinn minn þar sem hann fannst bara strax og Ingibjörg ljósmóðir setti apparatið á bumbuna hennar mömmu. Mældist ég frá 140-160 slög á mínútu sem okkur var sagt að væri bara hið besta mál. Svo að núna erum við komin með alveg grænt ljós fyrri utanlandsferðina á morgun, og eigum svo að koma í næsta tíma 7. júní sem hentar mjög vel fyrir okkur öll því að við förum að heimsækja afa og ömmu í Danmörku 9. júní.

Flettingar í dag: 361
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 80
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 46112
Samtals gestir: 12171
Tölur uppfærðar: 26.4.2025 18:07:54

Eldra efni

Tenglar