Sebastían Jóhann Einarsson Velkomin á heimasíðuna mína
|
|
19.05.2005 15:22Fyrsta utanlandsferðin mínÞá er ég komin/n heim úr minni fyrstu utanlandsferð, ekki amarlegt huh ekki enn komin/n í heiminn og strax búin/n að skreppa yfir Atlantshafið. En við mamma komum heim í gærmorgun með ömmu og afa, en pabbi er enn staddur í Bandaríkjunum og kemur ekki heim fyrr en í lok maí. Við hefðum sko vilja fá hann með okkur strax heim en maður fær víst ekki allt sem maður vill .... því miður .... Annars hófst ferðin okkar þann 11. maí þegar við fórum með ömmu og afa út á Keflavíkurflugvöll og gekk það bara allt saman þokkalega. Ekkert mál með að fá miðanna okkar, en amma tók svo eftir smá vandamáli þegar hún fyrir einhverja rælni ákvað að setja hvern miða inn í hvern passa fyrir sig og sá að nafnið hans pabba var einhverra hluta vegna á einum miðanna en afi var svo ekki með neinn miða ... ummm .... en þessu var hægt að kippa í lag við þjónustuborðið og fékk afi gamli að fara með okkur í vélina. Flugið var að pirra mömmu eitthvað þar sem grindin var alveg til ama og átti hún nokkuð erfitt með að sitja til lengdar. En þetta hafðist allt saman á endanum. Mér leist nú ekkert sérstaklega vel heldur á flugið þar sem ég var í fullu fjöri og meira að segja mamma tók þokkalega mikið eftir mér sem hingað til hefur ekki verið mikið um þar sem ég er með fylgjuna mína sem "sæng" og dempar hún allar hreyfingarnar mínar. Svo þegar við lentum á John F. Kennedy flugvelli í New York beið pabbi eftir okkur og það var sko gott að hitta hann aftur. Og kom hann með okkur upp á hótel þar sem hann var búinn að vinna þennan daginn. Um kvöldið fórum við á kínverskan sjávarréttarveitingarstað, en við mamma fengum okkur bara lamb. Þann 12. maí þurfti pabbi að skella sér aftur í vinnuna um morguninn en við vorum svo öll farin á ról rétt upp úr 11 um morguninn þegar hann kom til baka. Þann daginn fórum við á Maddame Tussaue vaxmyndasafnið og var mjög svo gaman þar inni, fullt af flottum vaxmyndum. Mamma var reyndar búin að skoða safnið þegar hún og pabbi bjuggu þarna í fyrra, en fannst alveg nógu gaman til að fara aftur. Enda voru víst komnar einhvejrar nýjar vaxmyndir. En því miður þá var kubburinn í myndavélinni hjá okkur bilaður svo að flest allar myndirnar af safninu eru ónýtar, við þurfum að fá að kíkjua á þær hjá ömmu og afa. Aldrei að vita nema að við póstum nokkrar nýjar þegar við erum búin að því. Á föstudeginum 13. maí skelltum við okkur í siglingu í kringum Manhattan og var það alveg meiri háttar gaman. Pabbi, amma og afi voru að fara í fyrsta skipti svo að það var auðvitað tekinn heill hellingur af myndum. Pabba og afa tókst meira að segja að brenna aðeins því þeir voru úti allan tímann á meðan ég og mamma sátum inni með ömmu. Þessi sigling tekur um tvo tíma og er sko vel þess virði. Ég man nú ekki alveg hvað við gerðum þegar við vorum búin í siglingunni, en var voðalega stolt/ur að hafa ekki get mömmu sjóveika því hún hálft í hvoru bjóst við að fá ólgu í magann. Svo á laugardeginum var farið og náð í bílaleigubílinn. Og var mamma ökumaðurinn okkar þar sem að pabbi mátti ekki vera sá sem tekur bílinn. Í New York fylki þarftu að vera orðinn 25 ára til að fá að taka bílaleigubíl. En það gekk allt saman upp fyrst mamma var orðin 25 ára. Og var hún bara alveg hörku ökumaður. Þaðan lá leiðin okkar í Adelphi háskólann þar sem mamma þurfti að sækja útskriftargallann sinn fyrir sunnudaginn og gekk það ágætlega. Urðun fyrir nokkrum vonbrygðum þegar við sáum að staðurinn þar sem við áttum að sækja miðana var lokaður, en fengum svo þær fregnir að það yrðu miðar fyrir utan um morguninn svo að eftir það keyrðum við sæl og kát í Outlet-ið þar sem við eyddum mest öllum laugardeginum. Sunnudaginn 15. maí var svo útskriftin hennar mömmu. Við þurftum að rífa okkur upp rétt eftir klukkan 6 um morguninn til að geta verið tilbúin og mætt í morgunmat á hótelinu klukkan 7, og farin af stað klukkan 7:15. Tíminn hjá okkur stóðst næstum þvín en við fórum bara um 10 mínútum of seint af stað. En það var allt í góðu þar sem við áttum ekki að mæta fyrr en klukkan 8 og þetta var bara um 35 mínútna keyrsla. Eftir útskriftan var gluðað aftur inn í Flushing og þar sem að allir voru svangir var farið á IHOP (International House of Pancakes) og fengið sér að borða. Eftir það fórum við upp á hótel og skiptum um föt og fórum svo inn í Forest Hills þar sem mamma og pabbi höfðu búið í fyrra. Þar var deginum eytt í að ganga um gamla hverfið og kíkja á göngugötuna. Og var svo farið í góðan kvöldmat á Outback Steakhouse sem vill svo til að vera uppáhalds steikhúsið bæði hjá mömmu og pabba og ömmu og afa. Og er maturinn þar ekkert smá góður, en mallinn hennar mömmu var ekki alveg nógu sáttur við steikina, en hún var samt vel þess virði. Mánudeginum eyddum við bara með því að fara seint á fætur og labba svo af stað í Babies R' Us, Target og Circut City sem eru í College Point. Það var um klukkutíma gangur en þar sem við höfðum ekkert betra að gera var ákveðið að skella sér þangað. Þar keyptu mamma og amma smá föt á mig svo að ég ætti nú ekki að þurfa að vera alveg allsber þegar ég fæðist!! Og svo var gengið aftur heim, mjög svo góður og hressandi göngurtúr. Um kvöldið fóru mamma og pabbi inn til Manhattan að hitta Kyle og Emily á TGI Fridays svo að mamma gat fengið sér uppáhalds matinn sinn þar - baby back ribs. Ohh þau svo sannarlega voru góð. Svo þegar við vorum að labba í neðanjarðarlestin með Kyle til baka sáum við ekkert smá magn af lögreglubílum á Times Square. Erum ekki alveg viss hvað þeir voru að gera en við höfum aldrei séð eins marga lögreglubíla saman komna eins og þarna. Sáum ekkert í fréttunum um þetta svo að við búumst við að þeir hafi verið að æfa sig, sérstaklega þar sem New York borg er að vonast eftir að fá að halda Olympíuleikana 2012. Á þriðjudeginum fór pabbi í vinnuna upp úr hádegi og við mamma væbluðumst um Flushing með afa og ömmu þangað til að það var tími til að hafa sig til og fara upp á flugvöll. Sem betur fer lögðum við snemma af stað þar sem það tók okkur um 45 mínútur að komast út á flugvöll í stað þessara venjulegu 15-20 mínútna. Þar hittum við pabba aftur sem kom til að kveðja okkur áður en við skráðum okkur inn í flugið. Flugið heim var svo sem ágæt líka, en við mamma vorum sko orðin þreytt og varð hún aftur svona mikið vör við mig eins og á leiðinni út. En hún gat sem betur fer sofið í um þrjá tíma umborð í vélinni og rotaðist svo strax og við komum heim og svaf í um fimm tíma í gær. En það er sko gott að vera komin heim og fundum við það þegar við fengum að drekka mjólk í gær hvað maturinn hérna er miklu betri heldur en úti. Skrifað af Bumbubúa Flettingar í dag: 638 Gestir í dag: 208 Flettingar í gær: 283 Gestir í gær: 76 Samtals flettingar: 29393 Samtals gestir: 9953 Tölur uppfærðar: 15.1.2025 19:37:11 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is