Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

29.05.2005 11:08

Enn meiri hreyfingar

bangsar.gif

Mamma var sko mjög svo ánægð í morgun þegar hún var að vakna, hún lá á hliðinni og var svona við það að rumska þegar hún fann lítið spark undir hendinni sinni sem lá á vinstri hliðinni á magannum á henni. Það tók hana nú smá stund að fatta hvað ég var að gera en var svo ekkert smá ánægð og vakti pabba til að leyfa honum að finna líka, en ég var nú ekki alveg tilbúin/n til að sparka eftir pöntunum svo að hann þarf bara að bíða betri tíma.

Margir segja eflaust, að mamma sé komin svo langt að hún ætti að vera búin að finna fyrir mér svona að utan fyrir langa löngu en þar sem mér fannst hentugra að hafa fylgjuna að framan hefur voðalega lítið borið á mér. Sem að Ingibjörg ljósmóðir segir að sé allt hið besta og alveg við því að búast.

Flettingar í dag: 505
Gestir í dag: 155
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29260
Samtals gestir: 9900
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 17:16:08

Eldra efni

Tenglar