Pabbi er bara alltaf á ferð og flugi þessa dagana, að það liggji við að það taki sig ekki að taka upp úr töskunum hans!! En hann var einmitt sendur til Frankfurt í gærmorgun og það var ekki víst hvort hann kæmi heim í gær aftur eða í dag svo að auðvitað þurfti hann að fara með farangur með sér. En hann komst nú sem betur fer heim í gær með því að fljúga í gegnum Köben. Við mamma ætluðum að vera vakandi þegar hann kæmi en við vorum bara svo ofboðslega þreytt að við vorum steinsofandi þegar hann bæði hringdi í okkur í nótt og svo þegar hann kom heim. Högguðumst ekki, en það var sko gott að sjá hann í morgun. Vonandi þarf hann nú ekki að fara aftur til útlanda alveg strax. Það er nefnilega miklu betra að hafa hann bara heima hjá okkur. Enda held ég nú að hann sé búinn að fá alveg nóg af flugi svona undanfarnar sex vikur eða svo.
Annars er ég nú að fara í mína aðra flugferð í næstu viku, þ.e. eftir 7 daga. Þá ætlum við mamma og pabbi að fljúga til Klemens afa og Heidi ömmu í Danmörku og vera hjá þeim yfir helgina.