Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

14.06.2005 16:39

Erum komin heim frá Danmörk

bangsar.gif

Jæja, þá er ég búin/n að prófa að ferðast bæði austur og vestur áður en ég fæðist. En við mamma og pabbi komum heim í gærnótt. Lentum rétt fyrir miðnætti en vegna þess að það tók heila eilíf að fá farangurinn okkar að við vorum ekki komin til Reykjavíkur fyrr en rétt upp úr 2 í morgun. Sem var nú ekki alveg það besta þar sem mamma og pabbi þurftu að vakna til vinnu í morgun. Það gekk nú eitthvað brösulega hjá honum pabba að koma sér framúr og fór hann ekki í vinnuna fyrr en um 9 leitið í morgun. En við mamma drifum okkur af stað straxk rétt fyrir 8 og vorum bara ótrúlegs hress í vinnunni og í allan dag líka. Höfðum ætlað að leggja okkur en höfum hingað til ekki þurft þess. Erum í staðinn fyrir búin að taka utan af nýja vagninum mínum og upp úr töskunum og þess háttar dútlerí sem fylgir því að koma heim úr ferðalagi.

Annars var ferðin okkar bara mjög fín. Flugið út var þokkalegt, en greyið hún mamma fékk kjúkling í vélinni en hann situr ekki vel hjá henni þessa mánuðina. En það doldi allt niðri fluginu. Svo vorum við fljót að sjá Klemens afa um leið og við vorum komin út úr vélinni og gekk keyrslan heim bara mjög svo vel fyrir sig. Sáttu mamma og pabbi eitthvað eins fram eftir að spjalla við Klemens afa og ömmu Heidi áður en þau skelltu sér í háttinn.

Veðrið var mjög fínt í Danmörku og náið pabbi sko alveg að slappa af. Naut þess að vera bara úti að gera ekki neitt ... nema kannski stundum að leika við kettlingana en þeir voru voðalega vinsælir hjá honum.

En annars átti hann pabbi 25 ára afmæli á föstudaginn 10. júní. Til hamingju með afmælið pabbi.

Seinna þann dag fórum við með afa og ömmu í búð og fékk ég nýjan Emmaljunga vagn sem ég verð eflaust ekkert smá ánægð/ur með (http://www.emmaljunga.co.uk/product.asp?bvid=3&artnr=12512). Voðalega flottur, og þurftu mamma og pabbi aðeins að æfa sig á honum áður en þau náðu taki á því hvernig þetta allt saman virkar og hvernig skipta eigi um hlutina svo að það fari úr því að vera vagn og í að vera kerra. Alveg hörku batterí.

Í gær fórum við inn til Kaupmannahafnar og eyddum nokkrum klukkutímum þar á Striknu. Veðrið var því miður ekkert voðalega merkilegt og endaði það allt saman bara í 9°C og rigningu. Svo að við fórum heim með lestinni um tvö leitið og sótti amma okkur á lestarstöðina.

Annars held ég nú að ömmu og afa hlakki ekkert smá til að hitta mig því að þau voru alltaf að tala um mig og eru sko búin að segja öllum frá því að ég sé á leiðinni. Amma var meira að segja búin að versla aleg heilan helling á mig. Þegar afi sagði pabba að koma með stóra ferðatösku datt mömmu og pabba aldrei í hug að það væri svona mikið!! Amma hafði sko ekki verið neitt smá dugleg við að finna alveg frábært og flott föt á mig. Takk amma og afi.

Svo, ætla þau að koma til Íslands þegar ég verð skírð/ur svo að þau fá nú að sjá mig í alvörunni tiltölulega snemma eftir að ég fæðist.  

Flettingar í dag: 505
Gestir í dag: 155
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29260
Samtals gestir: 9900
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 17:16:08

Eldra efni

Tenglar