Sebastían Jóhann Einarsson Velkomin á heimasíðuna mína
|
|
02.07.2005 18:43Sjúkrahús ævintýriMamma hélt að ég væri eitthvað að stríða henni með að ákveðja að koma snemma eða eitthvað því umlíkt. En hún vaknaði um 5 leitið í gærmorgun með krampa sem eru eins og miklir hungurverkir en svo hættur þeir. En svo komu aftur smá verkir rétt eftir að hún mætti í vinnuna, og hægt og rólega jukust þeir og færðu sig niður aðeins eftir bumbunni og til hliðar. Um klukkan ellefu í gærmorgun hringdi hún upp á kvennadeild og þær sögðu henni að koma of mæta í skoðun. Mamma fékk pabba til að koma fyrr heim úr vinnunni en hann var í Keflavík svo að við þurftum aðeins að bíða eftir honum. Þegar pabbi var kominn keyrðum við af stað upp á Kvennadeild Landspítala Íslands Háskólaskjúkrahúss ... ekkert smá nafn ... og þar fór mamma beint í mónitor þar sem fylgst var með hjartslættinum mínum, sem auðvitað var innan eðlilegra marka. Hann var alltaf um 140-160 sem er það sama og ég hef alltaf haft hjá Ingibjörgu ljósmóður. Og svo var líka samdráttar mónitor settur á kúluna. En það voru alltaf um 16-20% samdrættir. En þar sem bæði ljósmóðirin og læknirinn höfðu ekki áhyggjur af því voru mamma og pabbi ekkert að æsa sig yfir því. Ljósmóðirin sagði líka að það ætti nú að vera aðeins líf í leginu. En því að blóðþrýstingurinn rauk upp úr öllu valdi hjá mömmu, fór í 130/95 en hefur alltaf verið 110-115/75 í skoðunum, og að hún var með þó nokkuð bjúg bæði á fótum og smá í andliti var ákveðið að leggja okkur inn yfir nótt og sjá svo til. Þar sem lækninum var farið að gruna meðgöngueitrun. Hljómar nú ekkert alltof spennandi. Svo að það var farið með okkur niður á meðgöngudeild og þar var okkur komið fyrir. Tekin höfðu verið blóððrufur úr mömmu áður en við fórum á meðgöngudeildina og svo aftur í morgun. Einnig var blóðþýstingurinn mældur mjög svo oft yfir seinustu 24 tímana. Svo var eggjahvítuefni (prótín) mælt í þvagi yfir þessa 24 tíma. Upp úr 2 leitinu í dag kom svo læknirinn að tala við mömmu og sagði að allar blóðprufurnar hefðu komið mjög vel út og að frumrannskóknir á þvagi væri góðar líka svo að við fengum að fara heim eftir um 26 tíma ævintýri á sjúkrahúsinu. Okkur var bara sagt að slappa af, ekki mæta í vinnuna á mánudaginn og hlusta vel á hvað líkaminn hennar mömmu er að segja okkur. Einnig var henni sagt að hún ætti ekki að vinna fullan vinnudag í næstu viku eins og hún hafði ætlað sér að gera og halda sig bara við venjulegan vinnu dag. Við fengum líka grænt ljós á að fara í flugið núna 15. júlí til að hitta hann pabba í Baltimore. Skrifað af Bumbubúa Flettingar í dag: 638 Gestir í dag: 208 Flettingar í gær: 283 Gestir í gær: 76 Samtals flettingar: 29393 Samtals gestir: 9953 Tölur uppfærðar: 15.1.2025 19:37:11 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is