Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

11.07.2005 17:57

Bílavesen

bangsar.gif

Þá erum við komin aftur heim til Reykjavíkur eftir ferða helgi til Vestfjarða. Ekki var þessi verð til að auka áhuga foreldra minna á vestfjörðunum meira heldur en það hefur verið hingað til.

Ferðin byrjaði jú ágætlega en það fór fljott að halla undan fæti. Jæja, fyrsta uppákoman átti sér stað strax í Mosfellsbæ eftir um 15 mínútur í bílnum. En þá fattaðist að myndavélin hafði orðið eftir. Ekkert stór mál svo að mamma og pabbi ákváðu að keyra áfram í stað þess að snúa við og ná í vélina. Enda áttu þau panntað far með Flóabátnum Baldri og ekki má vera seinn í þann bát ef maður ætlar með. Þau komust á Stykkilshólm rétt upp úr þrjú svo að allt leit vel út og komumst við öll um borð í bátinn. Það er svo sem ekkert frásögufærandi nema hvað að það var svo vont í sjóinn að við urðum öll alveg hrikalega sjóveik og meira að segja pabbi sem er nú yfirleitt með stálmaga varð nokkuð grænn. Mamma greið ældi eins og múkki og ég lét sko fyrir mér finna og var ekkert að skafa utan af því að mér fannst þessi bátsferð ekkert góð hugmynd!!

Loksins komumst við yfir á Brjánslæk og þá var rétt undir klukkutíma eftir inn á Patreksfjörð. En við gistum þar hjá Árna frænda og fórum svo og hittum allt liðið inni í Hænuvík á laugardagsmorguninn. En eftir að hafa farið yfir í Hænuvík var farið á Byggðarsafnið á Hnjóti og heilsað upp á fólkið þar, en Jói afi heitinn var safnvörður þar. Svo komu Sigríður langaamma og Guðrún frænka með okkur mömmu og pabba og Árna frænda inn á Patreksfjörð aftur. En okkur var greinilega ekki ætlað að fara alla leið þar sem að við komumst inn að Ósi þegar það fórum að heyrast einhver óhljóð í bílnum og við stoppuðum til að athuga hvað væri að. En vildi svo til að þegar við störtuðum bílnum aftur vildi hann ekki hreyfa sig úr stað. Sem betur fer var heppnin með okkur að Ægir vinur Árna frænda átti leið hjá og gat tekið okkur fimm upp í bílinn sinn og sögðum við skilið við bílinn hjá mömmu og pabba.

Þegar við vorum komin heim á Patreksfjörð fór pabbi og Árni frændi með Ægi til að kíkja á bílinn og athuga hvort það vantað bara sjálfskiptingarvökva á bílinn. En svo var víst ekki málið og leit út fyrir að það væri loft í vökvanum. Svo að þeir komu allir aftur í bæinn en bílinn varð eftir. Árni frændi ræsti út vin sinn sem keyrir vörubíl og átti hann með krana svo hægt var að lyfta bílnum upp á vörubílspallinn og ferja hann inn á Patreksfjörð. Um kvöldið kíktu svo pabbi og Árni frændi á bílinn og hreynsuðu síuna þar sem ekki var hægt að fá síu á Patreksfirði og fór bílinn þá af stað þegar honum var starað. Svo að allt leit svo sem ágætlega út.

Svo að á Sunnudaginn þegar mamma og pabbi voru að fara í Sauðlauksdalskirkju var bílinn skilinn aftur eftir á Ósi svo að hann þyrfti ekki að fara á malbikið. Og var þeim bara skutlað aftur þangað eftir kaffidrykkjuna að Hnjóti. Eftir að þau hófu ferðina upp Kleifarfellið fór hljóðið að koma aftur svo að það var ara drifið sig inn á Bránslæk. Og var þar vonað að bílinn myndi hreyfa sig þegar kæmi að því að ferja hann inn í Baldur. En mamma og pabbi höfðu svarið þess að þau myndu ekki fara aftur með Baldri en það var víst ekki mikið val núna þar sem "spara" þurfti sjálfskiptinguna.

En bílinn komst um borð í Baldur og var sú verð nú mun þægilegri heldur en föstudagsferðin var. En mamma var fljót niður að pannta kojur handa sér og pabba svo að þau gætu legið mest alla ferðina. Amma og afi hittu svo mömmu og pabba á bakkanum á Stykkilshólmi og var bílinn skilinn eftir til að vera sóttur seinna. En afi fór í dag með kerru til að ferja bílinn í bæinn. Svo að núna er hann kominn á verkstæði og fer í viðgerð í næstu vikur og verður vonandi orðinn fínn og góður þegar ég og mamma komum heim frá Baltimore um Verslunarmannahelgina.

En þessi helgi var algjör kvöl og pína fyrir fjölskyldubílana. Bílinn hjá ömmu fyrir vestann varð rafmagnslaus og startarinn hjá henni er að deyja, bremsurnar hjá Hildi frænku og Gylfa frænda skemmdust víst eitthvað, einhver spaði í bílnum hjá Hildi frænku, Sóla frænka og Hafsteinn urðu bensínlaus, og svo sprakk hjá Grétari frænda og hann keyrði á aumingjanum inn til Patrekfjarðar til að fá nýtt dekk. Svo á leiðinni hans til baka inn á Hænuvík sprakk svo á öðru dekki svo að hann endaði aftur á aumingjanum. Má sko segja að þessi helgi hafi ekki verið bílvæn fyrir fjölskylduna.

Flettingar í dag: 638
Gestir í dag: 208
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29393
Samtals gestir: 9953
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 19:37:11

Eldra efni

Tenglar