Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

11.07.2005 18:22

29. vikna skoðun

bangsar.gif

Mamma og ég fórum í skoðun í dag og lítur allt saman mjög svo vel út og virðist ég bara dafna eins og blóm í eggi. Enda ekki nema um 11 vikur eftir núna svo að það er farið að sjá nokkuð á henni mömmu.

Það voru allir pappírarnir komnir frá sjúkrahúsinu eftir að mamma var löggð inn þann 1. júlí með grun um meðgöngueitrun og kom ekkert út úr öllum prófunum og erum við því mjög svo ánægð með það. End mjög svo gott að sleppa við allt svona auka vesen. Niðurstöðurnar úr sykurþolsprófinu komu líka og var það auðvitað neikævtt eins og við vissum svo sem. Svo að ljósmóðirin sagði það sama og læknirinn sagði við mömmu þegar hún fékk að fara heim af sjúkrahúsinu, eða góða ferð. Svo að við mamma förum með góða samvisku að hitta pabba í Baltimore á föstudaginn. En hann er einmitt á leiðinni í loftið núna.

Góða ferð pabbi.

Flettingar í dag: 638
Gestir í dag: 208
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29393
Samtals gestir: 9953
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 19:37:11

Eldra efni

Tenglar