Bifvélavirkinn hringdi í dag, og sagði að hann væri búinn að gera við bílinn og að mamma mætti koma og sækja hann á morgun. Sem kom skemmtilega á óvart, sérstaklega þar sem að ekki átti að fara að vinna í honum fyrr en 19. júlí. Og svo það sem kom hvað skemmtilegast á óvart var að verðið var miklu minna heldur en mamma og pabbi voru búin að búast við. Yay.