Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

16.07.2005 23:50

Don Pablos

bangsar.gif

Hérna sit még með mömmu og skrifa ykkur frá Columbia, MD sem er eitt af úthverfum Baltimore. Ekki svo amarlegur staður, alla vegna ekki við fyrstu sýn. En við mamma komum hingað í gærkvöldi til að dvelja með pabba í hálfan mánuðu á meðan hann er að vinna.

Vorum við vel þreytt þegar við komumst á leiðarenda í gær, enda fór vélin ekki í loftið fyrr en m 40 mínútum of seint frá Keflavík og svo lenti hún líka aukalega á eftir áætlun og vorum við ekki komin út til pabba fyrr en rétt upp úr 20.30 í stað 18.40. En allir voru annars alveg frábærir og fengum við mamma alveg frábæra þjónustu hvort sem það var frá IcelandAir starfsfólkinu, mönnunum í röðinni í útlendingaeftirlitinu sem hleyptu okkur framar í röðinni, maðurinn sem hjálpaði mömmu að gríða töskurnar okkar af færibandinu og setja og kerruna til tollvarðanna sem voru ekkert nema liðlegheitin.

Það var sko gott að geta sett lappirnar upp í loftið þegar við mættum á leiðarenda því að öklarnir voru nú orðnir þó nokkuð þrúttnir. Hjaðnaði þrotinn þó nokkuð í nótt en er að mestu kominn aftur enda erum við búin að vera á fótum núna og á fullu í allan dag. Fórum í Target, Wal Mart, Barnes & Nobles og Micheals. Við ætluðum í Babies R' Us en fundum ekki staðsettningurna á Never Lost kerfinu í bílnum svo að við ætlum bara að skreppa þangað á morgun. Svo á öllum þessum þvælingi sáu mamma og pabbi Don Pablos (http://www.donpablos.com/home/p_home.cfm) sem er Mexíkóskur veitingastaður og vissu þau sko strax hvar við myndum borða í kvöld. En þau höfðu farið á þennan stað þegar þau voru með ömmu Sigrúnu og afa Baldvin á Orlando fyrir tveimur árum og voru ekkert smá ánægð. Ég aftur á móti var ekki alveg eins ánægð/ur með matinn þar sem hann var aðeins í sterkari kanntinum og var ég fljót/ur að láta mömmu vita.

Við höfðum planað að keyra til Washington, DC og skoða okkur um fyrst það er rétt um klukkutíma keyrsla eða svo en þar sem það á að rigna á morgun ákváðu mamma og pabbi að fara bara um næstu helgi og skoða sig um. Og fara þá bara í outlettið á morgun og athuga hvort þau geti ekki fundið Babies R' Us á morgun. Svo ætlar mamma bara að slappa af í vikunni og vera með tærnar upp í loftið og lesa og læra.

Bestu kveðjur úr hitanum og rakanum héðan úr Baltimore.

Flettingar í dag: 638
Gestir í dag: 208
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29393
Samtals gestir: 9953
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 19:37:11

Eldra efni

Tenglar