Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

17.07.2005 12:06

Hitaviðvörun

rubberduckie.gif

Það hefur verið gefin út viðvörun varðandi hita í dag svo að okkur er sagt að forðast sólina og drekka mikið, þar sem hitinn eigi að vera rétt fyrir 30°C en hita indexinn með rakanum eigi að fara yfir 40°C sem er jú aðeins of heitt fyrir okkur. En þetta var nú nokkurn vegin það sem við mamma vorum með á okkar plani í dag. Við ætlum reyndar að keyra með pabba inn til Hagerstown í Prime Outlets sem eru þar, og sjá hvort að við finnum eitthvað sniðugt. En pabba bráðvantar nýja inniskó / íþróttasandala þar sem hans voru að gefa upp öndina.

Annars er klukkan nú bara rétt um 8 hérna og erum við mamma búin að vera á fótum núna í um tvo og hálfan tíma. Held að pabbi sé búinn að fá nóg af rápinu í okkur því að við erum alltaf að koma og tala við hann annars lagið, þar sem mamma er að gera allt sem hún getur til að þurfa ekki að setjast niður og vinna verkefnið sem hún á að skila á morgun. En við eigum einmitt að vekja pabba eftir um klukkutíma þar sem allt opnar klukkan 11 á sunnudögum og það er best að koma sér út áður en hitinn verður of mikill.

En hvernig líst ykkur á öndina og nýja útlitið á síðunni? Mamma var að tala við Stíg í gærkvöldi og fékk hann til að búa til eitt svona hlutlaust útlit fyrir mig.

Flettingar í dag: 505
Gestir í dag: 155
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29260
Samtals gestir: 9900
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 17:16:08

Eldra efni

Tenglar