Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

18.07.2005 20:04

Engin loftræsting

rubberduckie.gif

Úff það er sko heitt hérna í Baltimore í dag, og ekki gerir rakinn þennan hita þægilegri. En hingað til hefur loftræstingin alveg bjargað málunum hjá okkur. En það sem kom upp á hjá okkur sennilega í nótt eða snemma í morgun er það að loftræstingin bilaði. Hún blæs en hún kælir ekki neitt. Svo að okkur mömmu hefur verið nokkuð heitt í dag, en sem betur fer vorum við ekki búin að draga frá neinum gluggum - ekki það að maður eigi að gera það þegar sólin skýn svona sterkt úti og hitar svona mikið - svo að það var svalt í íbúðinni fram eftir degi. En núna sitja mamma og pabbi og bíða eftir húsverðinum sem ætlar að koma fyrir klukkan fimm og kíkja á loftræstinguna, og vonandi text honum að laga hana því að annar svona heitur dagur er ekki eitthvað sem okkur langar til að upplifa aftur.

Flettingar í dag: 385
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 1948
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 84428
Samtals gestir: 16807
Tölur uppfærðar: 7.12.2025 03:31:00

Eldra efni

Tenglar