Það er alla vegna það sem við mamma höfum komist að á meðan við höfum verið hérna í Baltimore. En henni hefur verið hleypt fram fyrir í röðum, boðin uppfærsla á bílum og svo það sem gerðist í kvöld og voru bæði mamma og pabbi mjög svo ánægð með það. En við vorum að bíða eftir borði á Outback Steakhouse og höfðum beðið í um 20 mínútur eða svo og var biðin því rétt um hálfnuð. Kom þá þjónustudaman til þeirra og benti þeim á að það væri laus bás sem þau mættu grípa, sem þau auðvitað gerðu þar sem að það er miklu betra að sitja á bás heldur en við venjulegt borð og plús biðtíminn varð helmingi styttri fyrir vikið.