Sebastían Jóhann Einarsson Velkomin á heimasíðuna mína
|
|
24.07.2005 01:55Washington, DC og ArlingtonMamma og pabbi fóru og léku ferðamenn í dag, byrjuðu daginn snemma með því að fara út á Baltimore-Washington International flugvöll til að ná í bílaleigubíl og þaðan var svo keyrt beint til Washington, DC. Og gekk sú ferð alveg furðu vel. Kom meira að segja á óvart að það var innan við klukkutíma keyrsla að komast þangað. Var nú ekkert voðalega skemmtilegt hverfi sem keyra þurfti í gegnum þegar komið var inn í Washington en það tilheyrir bara svona ferðum ... er það ekki???? Við vorum reyndar svo heppin að finna nánast strax bílastæði, en það virðist vera stórt vandamál í borginni. En er Washington, DC það vel hönnuð að það er nánst göngufæri í alla þá staði sem ferðamennirnir vilja fara á. Við byrjuðum á að kíkja á Hvíta Húsið, en það er víst ekki hægt að fara inn í það lengur nema að bóka tíma með marga vikna fyrirvara og allir útlendingar þurfa að fara í gegnum sendiráðið sitt til að fá að koma inn. Reyndist húsið nú aðeins minna heldur en við höfðum öll búist við en það gerir eflaust fjarlægðin sem við þurftum að vera frá því. Þaðan var ferðinni heitið beint yfir að Washington minnnismerkinu sem var reyndar bara furðu stórt og nokkuð flott. Ekki mikill tilgangur í því en flott engur að síður. Einnig stoppuðu mamma og pabbi ... og þar af leiðandi ég líka ... við minnisvarðann fyrir hermenn sem féllu í seinni heimstyrjöldinni og var þar mjög svo girnilegur gosbrunnur til að skella sér í því hittinn var alltof mikill í dag. Og þaðan er ekki svo langur gangur eftir "Reflecting Pool" sem Forest Gump óð útí í samnefndir mynd hér fyrir nokkrum árum. Fyrir botni þessa polls er heimili Abraham Lincolns og er hann mjög svo flottur. Mætti hafa aðeins færri tröppur upp til sín þar sem að þær eru þó nokkuð brattar og átti mamma í smá erfiðleikum með að klifra þær upp og halda jafnvægi í hitanum. Enda farið að fara þó nokkuð mikið fyrir mér. En klifurið var svo sannarleg þess virði því að styttan af kappanum er bara mjög svo flott. Einnig var útsýnið yfir að Washington minnismerkinu alveg hreint ótrúlegt. Seinasti staðurinn sem þau fóru svo í gegnum var minnisvarðinn um hermennina sem annað hvort týndu lífi eða hurfu í Víetnam stríðinu. Stefnan var líka tekin á Arlington kirkjugarð í Virginíu fylki. En svo vill til að það sé innan við 10 mínútna keyrsla þangað frá borginni. Var rétt komið fram yfir hádegi þegar mamma og pabbi fóru þangað og stoppuðu þau því mjög svo stutt við. En þau gengu aðeins um og sáu þennan þvílíka fjölda af gröfum, og minnisvarðann og gröf John F. Kennedy. Styttuna frægu þar sem verið er að reyna fánann að húni sáu þau þegar þau keyrðu framhjá en það var alltof langur gangur þangað í hitanum. Skrifað af Bumbubúa Flettingar í dag: 638 Gestir í dag: 208 Flettingar í gær: 283 Gestir í gær: 76 Samtals flettingar: 29393 Samtals gestir: 9953 Tölur uppfærðar: 15.1.2025 19:37:11 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is