Sebastían Jóhann Einarsson Velkomin á heimasíðuna mína
|
|
30.07.2005 17:58Þá erum við komin heimÞá er ég og mamma komin heim til Íslands og okkar tveggja vikna frí hjá pabba er víst búið. Tíminn svo sannarlega er skrítið hugatak .... Ferðing gekk nokkuð vel, þrátt fyrir brösulega byrjun. Við áttum víst að fara í loftið klukkan 8:45 í gærkvöldi en ekkert varð úr því. Fengum reyndar enga skýringu á því en ætli það hafi ekki verið vegna þrumuveðursins sem var aðeins vestan við okkur og þá ekki hægt að fylla vélian af bensíni. En loksins klukkan 9:30 var farið í loftið og við komin út á braut og alveg að verða tilbúin til að taxera út, þá slökknar á öllu rafmagninu í vélinni og hún stóð dauð úti á stétt í nokkrar mínútur á meðan var verið að reyna að ná rafalinum í gang aftur sem er notaður á meðan verið er að kveikja á hreyflunum. En eftir þetta allt saman að var ferðin fín og gekk nokkuð hratt fyrir sig. Og þrátt fyrir alla seinkunina í loftið lenntum við bara 5 mínútum of seint í Keflavík. Þar dreif mamma sig bara í gegnum tollinn og út þar sem amma og afi biðu eftir henni. Það var nú gott að koma út í rok og rigninguna sem var klukkan 7 í morgun. Svo þegar við komum heim var mamma í svo miklu stuði að hún bara tók upp úr báðum töskunum og náði að ganga nánast frá öllu áður en hún lagði sig. En það var sko erfitt að vakna og sváfum við alveg til klukkan 2. En drifum okkur þá á fætur og fórum á rúntin með Stebba og fengum okkur að borða. Seinustu tveir dagar hafa verið nokkuð spes því að það voru svo miklir þrumustormar í Baltimore að síminn fór út og vorum við síma og internetlaus nánast allan fimmtudaginn. Þetta var nokkuð skrítið því að hún virkaði mjög svo vel á miðvikudaginn þegar mamma var að skila lokaverkefninu sínu, og svo á fimmtudaginn voru engin viðbrögð frá vélinni. Og það sem meira var, að ferðavélin hennar mömmu steindó í veðrinu og neitar að starta sér núna. En góðu fréttirnar eru þær að hún átti 13 daga eftir í ábyrgð svo að hún verður löguð. Við þurfum bara að bíða eftir að pabbi komi heim svo að við getum reynt að ná öllum gögnunum áður en hún verður send til Noregs í viðgerð. En á meðan fær mamma að nota tölvuna hans afa, veit ekki alveg hvað við myndum gera ef við hefðum ekki aðgang að tölvu einhverstaðar annars staðar!!! Föstudagurin fór nú mest allur í bið þar sem mamma var búin að pakka, engin tölva og síminn var allur í veseni í íbúðinni. Það er að það er hægt að hringja úr honum ef snúar er tekin úr vegnum rétt áður en hringt er, en það er ekki hægt að hringja í númerið. En dagurinn var ekki svo lengi að líða og svo klukkan fimm kom pabbi heim með Joanne og hún skutlaði okkur út á flugvöll. Annars vitum við mamma ekki alveg hvað við eigum að gera af okkur núna um helgina þangað til að við förum í vinnuna á þriðjdaginn. Ætli kvöldið í kvöld fari ekki mest megnis bara í að dúlla okkur og slappa af en við sjáum svo til hvað gerist á morgun. Skrifað af Bumbubúa Flettingar í dag: 788 Gestir í dag: 250 Flettingar í gær: 283 Gestir í gær: 76 Samtals flettingar: 29543 Samtals gestir: 9995 Tölur uppfærðar: 15.1.2025 19:58:13 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is