Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

04.08.2005 12:39

32 vikna skoðun

rubberduckie.gif

Þá erum við mamma búin að fara í 32 vikna skoðun og auðvitað koma allt saman mjög vel út. Við þyngdumst reyndar aðeins of mikið og ætlum því að reyna að passa okkur núna, ljósmóðirin (fengum nýja í þetta skipti og næstu tvö skipti þar sem Ingibjörg ljósmóðir er í fríi) sagði reyndar að eitthvað af þessari þyngd gæti verið vegna þess að mamma er komin með nokkuð mikinn bjúg á fæturna.

Annars er ég bara mjög hraust/ur, með góðan hjartslátt (125-150 bpm) og bara strax komin í höfuðstöðu, það var nú reyndar það sem mömmu og Ingibjörgu ljósmóður grunaði í seinasta tíma. Og svo var auðvitað blóðþrýstingurinn í lagi og alveg eins og hann átti að vera og hefur verið.

Ljósmóðirin sagði mömmu endilega að kíkja í heilsuhúsið og fá sér vatnslosandi te til að reyna að slá á bjúginn, sem við gerðum og erum byrjuð að drekka það. Og er það bara alls ekki slæmt á bragðið, sem kom okkur nokkuð á óvart. En fögnum því bara.

Núna er vika þangað til að pabbi kemur heim, svo að hann rétt nær í næsta tíma hjá okkur mömmu með ljósmóðurinni. Það verður sko gott að fá kallinn heim, kannski munum við sofa betur þá. En ætli svefnruglið á okkur sé nú ekki aðallega bara áunnið núna þar sem við eigum voðalega erfitt með að koma okkur vel fyrir og svo eru það auðvitað þessar tíðu baðherbergisferðir á næturnar og brjóstsviðinn sem við vöknum nú yðurlega upp með á hverri nóttu núna. En kannski lagast það bara allt saman þegar pabbi kemur heim ... mmm ... má alltaf láta sig dreyma er það ekki????

Flettingar í dag: 361
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 80
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 46112
Samtals gestir: 12171
Tölur uppfærðar: 26.4.2025 18:07:54

Eldra efni

Tenglar