Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

21.08.2005 13:46

Þá er mamma hætt að vinna

rubberduckie.gif

Það er sko kominn tími til að við skrifuðum hérna, uss liðinn tæpur hálfur mánuður. Mömmu finnst tíminn líða svo hratt núna að henni takist varla að snúa sér við án þess að vika líði. En það er vonandi að næstu vikur verði líka svona fljótar að líða hjá henni mömmu, svo henni leiðist ekki.

En annars eru nýjustu fréttirnar þær að hún mamma er hætt að vinna, föstudaginn var seinasti dagurinn hennar. Svo að núna erum við bara heima að gera klárt fyrir mína komu í heiminn. Það eru  nú allir allt í einu hættir að tala um að ég komi í október og farin að tala um að ég kom bara aðeins fyrr í september í staðinn. Það verður gaman að sjá hvernig það fer, en mamma er alveg pottþétt á því að hún sé sett viku of seint svo að ég ætti í rauninni að koma 19. september en ekki 26. Það hljómar líka miklu betur því að þá eru bara 4 vikur eftir í staðinn fyrir 5 vikur. Amma og afi vilja líka alveg ólm að ég komi fyrr í heiminn þar sem þau fara til Tyrklands 27. september.

Svo má auðvitað ekki gleyma þeim fréttum að ég er komin/n í höfuðstöðu og er hægt og rólega að koma mér fyrir fyrir stóra daginn. En ljósmóðurinni fannst ég nú fara nokkuð snemma í höfuðstöðu, en plúsinn við að fara svona snemma í höfuðstöðu er að þá eru minni líkur á að ég snúi mér við og setjist bara í staðinn fyrir að standa á haus.

Annars erum við mamma búin að standa í stórþvotti í dag, hún mamma tók upp á því að fara að þvo öll fötin mín og strauja svo að þau verði tilbúin þegar ég kem í heiminn. Svo settu pabbi og Stefán Már kommóðuna mína saman í gær svo að núna hafa fötin mín einhvern samastað.

Flettingar í dag: 638
Gestir í dag: 208
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29393
Samtals gestir: 9953
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 19:37:11

Eldra efni

Tenglar