Við mamma erum byrjuð að labba á hverjum degi núna, lúxus að vera svona í fríi að maður getur gert það sem manni hentar ... eða svo hefði maður haldið. En öllum í húsin tókst að vekja okkur mömmu áður en klukkan varð 8:20 í morgun, og svo gleymdi afi símanum sínum heima og pabbi lyklunum sínum svo að upp úr 9 þurfti mamma að drífa sig út og redda því fyrir þá báða. Svo var gluðað heim því að núna erum við farin að labba á hverjum degi með Heiðu og bumbubúanum hennar, en Heiða er sett 12. september. Fínt að hafa einhvern svona til að fara út með á morgnanna til að hressa sig við og hreyfa sig aðeins líka.