Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

27.08.2005 11:46

Heiða frænka á landinu

rubberduckie.gif

Við fórum í fondú mat í gær, með systkinunum hans Jóa afa, sem fór bara ágætlega í mig, ég hef alla vegna ekki kvartað við mömmu enn sem komið er svo við fastlega búumst við að sleppa fyrir hornið núna. En ég er víst þó nokkur matargikkur - vonandi er það ekki eitthvað sem á eftir að festast. En það er þá víst ekki langt fyrir mig að sækja það þar sem mamma er nú óttarlegur matargikkur sjálf, pabbi tilkynnti það snemma að hann yrði sá sem myndi kenna mér að borða mat svo ég myndi ekki herma bara eftir mömmu og ekki borða allt!! Vonandi gengur það eftir. Fannst mömmu bara nokkuð gaman að borða svona mat aftur, eru víst nokkur ár síðan hún hafði fengið að dúlla sér með svoleiðis. Líka fínt því að þá lengir það setuna við matinn, en við Íslendingarnir erum víst of fljót að borða skilst mér!! 

Og svo var auðvitað alveg frábært að hún Heiða frænka var í heimsókn, hún kom alla leið frá Englandi í nokkra daga með eldri stelpuna sína. Ég verð víst að bíða aðeins með að vera formlega kynnt/ur fyrir henni þar sem þær verða farnar aftur áður en ég kem en það er alveg nógur tími til þess. Kannski ég fari bara í heimsókn með mömmu og pabba og hitti Heiðu og hennar fjölskyldu úti einhvern tímann.

Góða ferð út aftur Heiða og Ester ef við heyrum ekki í ykkur áður en þið farið.

 

Flettingar í dag: 505
Gestir í dag: 155
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29260
Samtals gestir: 9900
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 17:16:08

Eldra efni

Tenglar