Núna er verið að velta fyrir sér hvort ég muni láti
sjá mig aðeins á undan, mamma er búin að vera með þó nokkuð mikið af
fyrirvaraverkjum og svo bættust við vægir samdrættir við í dag sem eru
aðeins reglulegri heldur en þeir hafa verið hingað til. Við förum til
ljósmóðurinnar á þriðjudaginn svo að við ætlum auðvitað að spyrja hana
út í þetta, hvort þetta geti merkt eitthvað. En við höfum nú hingað til
heyrt að þetta gæti þýtt að ég komi fyrr og að við gætum bara þurft að
sætta okkur við þetta næstu fjórar vikurnar svo að við í rauninni vitum
ekki neitt!!! Sitjum bara og bíðum.
Annars er mamma að biðja mig um að bíða fram að 7. september alla vegna
því að hún þarf að skila lokaritgerðinni sinni þann dag og myndi víst
vilja ná að gera það áður en ég lít dagsins ljós. En þá fær Ólöf frænka
mig bara í þrítugsafmælisgjöf.