Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

30.08.2005 10:36

Vesen á okkur mömmu

rubberduckie.gif

Þá erum við mamma búnar/búin að fara í 36 vikna skoðunina og er allur bjúgurinn, ásamt prótíninu sem mældist og hækkandi blóðþrýstingi eitthvert áhyggju efni og erum við mamma því á leiðinni inn á Dagönn á morgunn í athugun. Var svo mikið að gera hjá þeim í dag að við fengum tíma á morgun. En vonandi er það ekkert vesen og að við fáum bara að heyra hjartsláttinn minn og fara svo heim. Hljómar ekkert voða spennandi að vera komin með meðgöngueitrun á byrjunarstigi svo að við mamma ætlum bara að vera dugleg/ar að slappa af með lappirnar uppi í lofti og vinna að lokaritgerðinni hennar mömmu sem hún á að skila í næstu viku.

En annars leit allt annað bara mjög vel út, lítil þyngdaraukning og þá sérstaklega miðað við alla bjúginn, ég í höfuðstöðu og lít bara út fyrir að vera meðal kríli og er bara búin/n að koma mér mjög svo vel fyrir svo að ég ætti ekkert að fara að snúa mér við á næstunni. Hjartslátturinn minn var líka mjög fínn eins og venjulega. Í rauninni var allt eins og venjulega nema hvað fyrir utan prótínið og blóðþrýstinginn hennar mömmu.

En vonandi kemur allt saman bara mjög vel út á morgun og við erum bara send heim í afslöppun og þurfum ekki að sjá spítalann meir fyrr en daginn sem ég kem!

Flettingar í dag: 638
Gestir í dag: 208
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29393
Samtals gestir: 9953
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 19:37:11

Eldra efni

Tenglar