Þá erum við mamma komin heim eftir að hafa farið niður á Lansann í morgunn, þar sem við vorum sett í mónitor í Dagönn. Hafði blóðþrýstingurinn fallið vel hjá mömmu og ég kom mjög svo vel út úr skoðununum. Eru einhverjir samdrættir farnir að gera vart við sig en ekkert sem við mamma erum enn að taka almennilega eftir svo að það var ekkert gefið út á það.
Svo að þegar allt kom til alls, að þá hefur þetta bara allt saman verið eitthvað tilfallandi sem betur fer því að það mældist heldur ekkert prótín hjá mömmu. Eigum við því bara að vera heima og slappa af með tærnar upp í loftið og bíða eftir að ég ákveð að koma í heiminn.