Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

06.09.2005 18:47

37 vikna skoðun

rubberduckie.gif

Við mamma fórum í 37 vikna skoðunina í dag og komum bara mjög vel út. Mamma búin að léttast um 1.5 kg sem reyndar gæti verið að nokkru leyti út af mismunandi viktum sem hafa verið notaðar undanfarið á meðan Ingibjörg var í fríi en það lítur samt alltaf vel út. Blóðþrýstingurinn hefur aðeins farið upp en ekkert til að hafa áhyggjur af og ekkert prótín í þetta skiptið. Hjartslátturinn minn var bara alveg frábær og ég hreyfið mig meira að segja fyrir hana Ingibjörgu en hef nú ekki gert mikið af því hingað til. Einnig er ég alveg komin/n í höfuðstöðu og er víst næsta stoppustöð bara út!

Ingibjörg sagði við mömmu að það myndi koma henni nokkuð á óvart ef við myndum sjá setta dagsettningu og að það kæmi henni enn meira á óvart ég við færum fram í október.

Svo giskaði hún á að ég yrði svona meðal kríli, eða um 15 merkur eða svo og kannski 52 eða 53 sentimetrar. Ekki amarleg stærð svona miðað við að pabbi var 18 merkur svo að mamma er mjög svo fegin. Þó svo að við vitum að þessar áætlanir geti verið alveg út úr kú.

Flettingar í dag: 788
Gestir í dag: 250
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29543
Samtals gestir: 9995
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 19:58:13

Eldra efni

Tenglar