Mamma vaknaði upp um klukkan 3:10 í morgun við samdráttarverki sem voru nú ívið sterkari heldur en við höfum vanist hingað til. Svo að hún fór nú að fylgjast eitthvað með þessu. Þeir urðu nú nokkuð reglulegir og voru svona á circa 8-9 mínútna fresti. En eftir tvo tíma, eða rétt upp úr 5 var bara allt saman búið og síðan þá höfum við verið vör við voðalega lítið. Mamma sem var svo viss að ég væri að fara að koma í heiminn.
Hún er reyndar núna um 2 leitið farin að finna aftur eitthvað svo að það er aldrei að vita nema að ég kíkji í heiminn aðeins á undan áætlun.