Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

12.09.2005 16:02

38 vikna skoðun

rubberduckie.gif

Við vorum að koma heim úr skoðun frá ljósmóðurinni okkar í dag. Reyndar fengum við hana Sigrúnu þar sem Ingibjörg var eitthvað vant viðlátin. En það var allt í góðu, hún var mjög svo almennilega og alveg til í að ræða málin við okkur. Pabbi kom með í þennan tíma líka sem var mjög fínt því hann komst ekki frá í vinnu í síðustu viku.

Skoðunin kom ekki alveg eins vel út og við hefuð viljað svo að það er meira eftirlit á morgun. Enn á ný á að senda mömmu upp á Dagönn þar sem hún var komin með +2 af prótíni í þvagið í dag. Einnig hafði blóðþrýstingurinn hækkar, var ekki á hættumörkum en hefur samt farið hækkandi undanfarið svo að Sigrún vildi láta fylgjast með því á morgun. Bjúgurinn er enn sem fyrr til staðar og ef eitthvað er eykst hann bara á fótunum hjá henni mömmu.

En góðu fréttirnar úr skoðuninni eru þær að ég kom alla vegna vel út, þ.e. góður hjartsláttur og hreyfingar eins og venjulega. Legbotninn virðist hafa stækkað þó nokkuð mikið hjá okkur í síðustu viku, eða farið úr 37cm í 39,5cm sem er nú nokkuð mikið stökk á milli vikna. Sérstaklega líka þar sem hann á að vilja vikunum svo að tæknilega séð ættum við að vera circa í 38 cm. En Sigrún hafði engar áhyggjur af því. Kannski ég hafi bara verið að teygja vel úr mér.

Henni fannst nú mjög ólíklegt að við mamma myndum fara fram yfir þegar prótínið er farið að fara svona af stað, og ef þessir plúsar viðhaldast eitthvað að þá eru bara meiri líkur á að við mamma séu sett af stað heldur en að við séum látin bíða. En það kemur allt betur í ljós eftir skoðunina á morgun.

Flettingar í dag: 638
Gestir í dag: 208
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29393
Samtals gestir: 9953
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 19:37:11

Eldra efni

Tenglar