Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

13.09.2005 17:19

Mónitor

rubberduckie.gif

Þá erum við mamma búin í mónitor í dag. Eru reyndar nokkrir klukkutímar síðan en við fórum heim og slöppuðum af og sváfum svo í smá tíma.

Eru fréttirnar þær að við erum enn með prótín í þvagi, þó bara einn plús í dag, og blóðþrýstingurinn er við hærri mörk. Ég kom alveg frábærlega út úr skoðuninni og við sáum líka að mamma er með stöðuga samdrætti á um 10 mínútna fresti, en að þeir eru reyndar enn það litlir að við tökum ekkert eftir þeim. En gott að vita að þeir séu engu að síður til staðar.

Við vorum send í blóðprufu og eigum svo að koma aftur í mónitor á fimmtudaginn til að athuga hvort það séu einhverjar breytingar hjá okkur eða ekki.

Flettingar í dag: 638
Gestir í dag: 208
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29393
Samtals gestir: 9953
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 19:37:11

Eldra efni

Tenglar