Við mamma fengum þær fréttir í dag eftir að hafa verið í mónitor uppi á lansa í allan morgun að við erum komin með væga meðgöngueitrun. Prótínið fór aftur af stað hjá okkur og mældist +2 í dag svo að við fengum það skemmtilega verkefnið að safna þvagi í 24 tíma og eigum svo að mæta aftur í DagÖnn á morgun til að skila afrakstrinum og láta mæla blóðþrýstinginn okkar. Eftir það eigum við svo að mæta í mónitor 3x í viku.
Mamma vildi nú helst bara láta setja sig af stað fyrst að þetta vesen þróaðist út í þetta allta saman. Sérstaklega þar sem læknirinn sagði að meðgangan væri í rauninni sjúkdómurinn núna og að þetta hyrfi allt með fæðingu. Svo að við erum ekki alveg að fatta af hverju ég megi ekki bara fá að koma í heiminn núna fyrst við eigum bara 11 daga eftri í settan dag, eða samkvæmt mömmu og pabba bara 4 daga í settan dag.
Þannig að við mamma ákváðum í sameiningu með pabba að þegar við förum í skoðun á þriðjudaginn til ljósmóðurinnar okkar að reyna að væla það út úr henni að við verðum sett af stað. Vonandi mun það virka hjá okkur en það verða meiri fréttir af því í næstu viku.