Helgin hefur nú gengið ágætlega fyrir sig. Okkur mömmu liðið bara nokkuð vel, hringdum reyndar upp á meðgöngudeild í gær eftir að mamma vaknaði eftir blundinn sinn því hún sá nokkuð af ljósgeislum en þar sem það var bara eitthvað tilfallandi var okkur sagt að taka því bara rólega. Sem við og gerðum. Skelltum okkur reyndar á réunion úr barnaskólanum hjá henni mömmu og skemmtum okkur alveg ágætlega en stoppuðum bara stutt þar við og sátum allan tímann svo það var engin á reynsla þar.
Annars eru þær fréttir að allar prufurnar okkar komu bara ágætlega út miðað við aðstæður og var bara tæpur +1 af prótíni sem mældist á föstudag í staðinn fyrir plúsana 2 sem eru búnir að mælast undan farið. Svo eigum við að koma og kíkja inn á lansann aftur á morgun til að mæta í mónitor. Erum við nokkuð spennt fyrir að sjá hvort að samdrættirnir hafi eitthvað aukist því að við erum búin að vera með góðan seiðing í mjóbakinu og í lífbeini svo að vonandi er ég bara á leiðinni. Enda hefur mamma alltaf verið að tala um 19. september .... sem vill víst svo til að sé á morgun!! Spurning hvort ég eigi að vera góð/ur og hlíða henni eða ekki ...