Mamma hafði verið að vona að ég hefði farið af stað í gærkvöldi svo hún hefði getað átt mig í dag en svo gott var það nú ekki. Hún aftur á móti fékk svæsna eyrnabólgu í hægra eyra svo að í morgun vorum við komin upp á Háls-, Nef- og Eyrna deild á Borgarspítalanum til að fá að hitta lækni þar sem ekki var hægt að fá tíma hjá lækninum hennar mömmu. Þetta var svo sem ekkert nýtt, stýfluð göng og bólgur svo að við fengum krem fyrir því og fórum heim og löguðm okkur þangað til að við þurftum að fara upp á Landspítalann aftur í dag klukkan tvö. Þar vorum við sett í mónitor og mamma hefur bara aldrei séð mig svona virka/n eins og ég var þennan hálftíma sem hún var tengt við tækið. Hafði varla við að merkja við hreyfingarnar mínar. Enda var línuritið mitt mjög svo flott.
Fyrst þegar við komum bað mamma um að fá að tala við fæðingarlækninn sem var á vakt en þar sem hún var í endalausum keisaraskurum í dag var henni sagt að það væri mjög ólíklegt að hún gæti fengið að tala við hana. En þegar blóðþrýstingurinn var búinn að vera nánast sá sami þrisvar sinnum í röð, eða um 145/95, var hún beðin um að bíða eftir að læknirinn væri á lausu. Sem tók nú ótrúlega stuttan tíma. En læknirinn var fljót að senda mömmu í blóðprufu og svo eigum við að mæta aftur á morgun í endurmat, og mjög líkalega umræðu varðandi gangsettningu. Mamma spurði hana hvort það þýddi að við myndum sjá mánudaginn saman, en lækninum fannst það mjög ólíklegt. Þannig að pabbi ætlar að koma með mömmu uppeftir á morgun.