Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

27.09.2005 15:09

taderstrakur.gif

Þá er ég loksins kominn heim. Ég fór í læknisskoðun í morgun og læknirinn sagði að ég væri sko bæði stór og sterkur strákur og að lungun væru sko alveg í lagi því ég lét vel heyra í mér þegar þeir voru eitthvað að fikta í mér. Ekki nógu sáttur við það.

Annars fórum við mamma upp á fæðingardeild með pabb á föstudaginn til að láta sprengja belginn minn og fengum við þá þær fréttir að ég var bara ágætlega kominn af stað því að mamma var komin með tæpa 6 í útvíkkun, en belgurinn var sprengdur engu að síður og er ég með lítið sár á hausnum þar sem ljósmóðirin "skrifaði" nafnið sitt á kollinn minn því að belgurinn var bara eins og sundhetta á kollinum mínum. En það sakaði ekki neitt. Og svo var ég mættur á staðinn klukkan 18:26 þann 23. september sem gerir mig víst að meyju en ekki vog eins og búið var að gera ráð fyrir að ég yrði.

Ég náði ekki alveg að vinna úr vökvanum í lungunum strax eftir fæðingu svo að ég fékk að heimsækja fína fólkið á vökudeildinni og dvelja hjá þeim í um tvo tíma þangað til að ég fór aftur til mömmu og pabba. En þau komu nú og heimsóttu  mig á meðan ég var í hitakassanum. Ég var sko ekkert smá svangur þegar ég kom út að ég lét fólkið á vökudeildinni aldeilis heyra það og lét þau ekki í friði fyrr en þau gáfu mér að borða. Svo grét ég líka mjög mikið á aðfaranótt laugardags og var læknir kallaður út til að kíkja á him, gaf hann mér stíl og meira að borða og varð ég fínn eftir það. Var ég víst bara með svona mikinn hausverk eftir að festast á leiðinni út á milli hríða hjá henni mömmu - var orðið svolítið langt á milli hríða hjá okkur undir lokin.

Það var aldeilis dekrað við okkur þegar við komum niður á sængurkvennadeild því að við fengum einkastofuna því að það var svo rólegt að gera og við komum svo seint niður. Þar fengum við að dvelja til sunnudagskvölds en vorum þá flutt á stofu 10, á sama stað og hún Álfheiður og litli kallinn hennar voru. En hann á einmitt líka afmæli á sama degi og ég. Ekki slæmur dagur huh!!

Læknarnir vildu ekki senda mömmu heim alveg strax því að blóðþrýstingurinn hennar reis nokkuð og svo fékk hún hita tvisvar yfir helgina. En það var mjög fínt að dvelja þarna uppfrá, en líka gott að komast heim í mína eigin vöggu.

Svo er kominn heill hellingur af myndum af mér.

Flettingar í dag: 638
Gestir í dag: 208
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29393
Samtals gestir: 9953
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 19:37:11

Eldra efni

Tenglar