Sigurósk hjúkrunarfræðingur kom heim í dag til að skoða mig og virðist ég bara braggst mjög svo vel og hef meira að segja komist fram úr fæðingarþyngd minni. Er sko orðin heil 4310 gr. Ekki amarlegt! Bara 80 gr. meira en ég viktaði þegar ég fæddist. Það verður gaman að komast að því hvað ég muni koma til með að vikta þegar hún kemur til okkar á mánudaginn í næstu viku.
Núna er mér gefið að borða á 3ja tíma fresti nema á nóttunni. Þá fæ ég að sofa þangað til að ég vakna sjálfur. En ég vanalega sef í um 4-5 tíma og svo aftur í 4-5 tíma svo að næturnar virðast vera í góðu lagi hjá okkur. Vonandi haldast þær bara þannig áfram.