05.10.2005 15:05
... að ég er opinberlega orðinn magakrampa barn. Mömmu og pabba var vel farið að gruna það eftir undanfarnar tvær nætur og daga þar sem ég hef nokkurn vegin engst sundur og saman af magakrampakvölum og látið vel heyra í mér á meðan. Hjúkrunarkonan okkar ráðlagi mömmu og pabba að fara með mig niður á Domus Medica í dag til að hitta lækni og var það hann sem staðfesti þessar fregnir. Honum fannst ég nokkuð krampakendur svo að hann lét mig fá mixtúru sem ég á að taka inn 3x á dag og það á vonandi að hjálpa til við að róa magann minn og minnka krampana eitthvað. Og svo vonandi gengur þetta nú yfir tiltölulega fljótt en að sögn læknisins er þetta yfirleitt búið um 3ja mánaða aldurinn. Ætli mamma og pabbi fái ekki bara að sofa almennilega á nýju ári!! Þau sem voru svo montin yfir því að ég hefði verið svo duglegur að sofa fyrstu dagana mína.