13.10.2005 14:13
... frá henni Lovísu, en hún var sett í gang í gær svo að það er spennandi að fá að vita hvort ég fékk stelpuleikfélaga eða strákaleikfélaga. En hún Lovísa og bumbukrílið hennar voru seinasta holl í septembergrúppunni sem við mamma erum í, svo að nú erum við öll 13 komin í heiminn og verður glatt á hjalla þegar við komum öll saman á næstunni í fyrsta skipti. Þá verða sko teknar myndir, en elstu krílin eru núna að verða 5-6 vikna ef mamma reiknaði rétt.