Eftir nokkra umhugsun ákváðu mamma og pabbi að nefna
mig áður en ég verð skírður, svona af því að skírnin mín verður
væntanlega ekki fyrr en seinni partinn í nóvember og ekki get ég verið
nafnlaus til 2ja mánaða aldurs!
En nafnið sem þau gáfu mér er Sebastían og er ég bara nokkuð ánægður með það.
Nafn þetta er fengið af borginni Sebasta sem var borg í litlu Asíu til forna og merkir nafnið maður frá Sebasta.
Nafnið
á borginni er dregið af gríska orðinu sebastos sem þýðir viðkvæmur.
Sebastian getur þess vegna líka þýtt "viðkvæmur maður".
Og fallbeygist nafið mitt svona:
Sebastían
Sebastían
Sebastían
Sebastíans