Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

25.10.2005 10:39

Frábær nótt

Það var sko frábær nótt hjá okkur öllum í nótt. En við áttum það svo sem alveg skilið eftir fyrri nótt þar sem ég var mjög svo óvær að mamma og pabbi enduðu með mig á rúntinum klukkan 5 um morguninn. En í gær sofnaði ég rétt um miðnætti og svaf á mínu græna eyra til um 7 í morgun. Enda erum við öll þokkalega hress í dag. Vonandi verður þetta mynstur hjá mér og að ég fari bara að hætta þessu næturbrölti, ég get neflilega orðið svo hress um miðjar nætur og neitað að fara aftur að sofa, mömmu og pabba til mikillar mæðu.
Flettingar í dag: 638
Gestir í dag: 208
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29393
Samtals gestir: 9953
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 19:37:11

Eldra efni

Tenglar