Á morgun fer ég í homeopathy tíma, eða heilun eins og ég held það heiti á íslensku - er nú samt ekki alveg viss. Pabbi heyrði af því að það geti verið mjög gott fyrir kveisukríli að fara í homeopathy tíma, svo að hann pantaði tíma fyrir mig hjá einum slíkum og prófa ég svo kallaða Bowen tækni sem á að virka vel. Sumir meira að segja verða alveg kveisulausir og eru mamma og pabbi, og auðvitað ég sjálfur, að vona að ég verði einn af þeim krökkum. Maður er víst til í að prófa allt þegar kemur að magakrömpunum mínum, og væri auðvitað frábært að verða alveg krampalaus og losna við magakrampalyfin mín.
Ef þetta virkar ekki ætlum við að prófa að fara til konu sem er bæði höfuðbeina og spjaldhryggs nuddari eða eitthvað álíka. Á hún að líka að geta gert góða hluti þegar kemur að kveisukrílum.
Svo að hver veit, kannski ég verði bara kveisulaus um helgina, það væri nú frábært.