27.10.2005 23:41
Þá er komið að því ég er búinn að vaxa upp úr fyrstu skónum mínum. Því
miður þá eru flottu Adidas skórnir mínir sem hafði verið vonast til að
ég gæti notað í einhvern tíma orðnir of litlir. En sem betur fer þá á
ég annað skó par sem er reyndar aðeins of stórt en get samt alveg notað
það í skírninni minni. Mömmu fannst það ekkert smá sorglegt að ég væri
strax búinn að vaxa upp úr einhverju svona ofboðslega fljótt, hún tók
það nú ekki nærri sér þegar fötin mín fóru að vera of lítil en þetta
fanst henni einhvern vegin vera miklu stærri áfangi og að ég sé að
verða stór. Pabbi sýndi henni nú bara lappirnar á sér og spurði hvort
það kæmi henni á óvart að ég yxi upp úr skónum mínum hratt!!