Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

30.10.2005 13:53

Bílslys

Ég lenti í mínu fyrsta, og vonandi seinasta, bílslysi í gærkvöldi. Ég var að keyra með mömmu, pabba og Árna frænda heim úr matarboði og við vorum að fara yfir gatnamót þegar jeppi kom á fleygi ferð og klessti inn í vinstri farþegarhurðina aftan á. Sem vildi svo til að það var hliðin sem ég sat við. Hafði ég verið ný sofnaður eftir nokkuð slæmt magakrampa kast og vaknaði upp hágrátandi og nokkuð reiður líka yfir látunum. Brotnaði glugginn sem var hjá mér svo að ég og bílstóllinn minn vorum allir útataði í glerbrotum. En sem betur fer höfðu mamma og pabbi sett teppið mitt yfir mig svo að ég var að mestu hluinn. Slapp ég mjög svo vel og sér ekki á mér.

Það sem gerðist var að það var eitthvert strákfífl - mamma og pabbi kalla hann miklu strautlegri nöfnum en það - sem svínaði á bíl sem var að keyra í suðurátt, sá sveigði frá til strákfíflinu með þeim afleiðingum að bílinn rakst utan í jeppa sem var á hinni akgreininni, og eftir að hafa rekist á jeppann endaði bílinn á ljósastaur sem kom vel inn í húddið á bílnum. Jeppinn kastaðist á fullri ferð upp á umferðareyjuna og yfir, klessti á okkar hlið áður en hann endaði uppi á gangstétt.

Það var hjúkrunarfræðingur sem stoppaði strax eftir áreksturinn og kom og kíkti til okkar og var hún hjá mér alveg þangað til að sjúkrabílinn kom til að fara með okkur upp á bráðavaktina. En sem betur fer gengu allir út úr bílunum svo að það voru engin mikil eða slæm meiðsli.

Mömmu og pabba mun ekki koma á óvart ef bílinn er dæmdur ónýtur, ætla þau reyndar að fara fram á að fá ekki þennan bíl til baka þar sem hann var bara 2 mánaða og verður aldrei eins og nýr aftur. En vinstra dekkið gekk undir bílinn og það hægra gekk út hinum megin svo að undirvagninn er eflaust mjög skakkur og laskaður.

Ég fékk að sofa inni hjá ömmu og afa í nótt svo að mamma og pabbi gætu hvílt sig alveg án þess að hafa áhyggjur af mér. Og svaf ég bara til 8 í morgun og er amma búin að dúllast með mig síðan, en þar sem mamma og pabbi eru nokkuð aum í bakinu er ekki gott að þau séu að burðast með mig alveg strax.

Flettingar í dag: 638
Gestir í dag: 208
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29393
Samtals gestir: 9953
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 19:37:11

Eldra efni

Tenglar