Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

04.11.2005 22:12

6 vikna

Þá er ég orðinn sex vikna gaur og stend mig alveg frábærlega. Er farin a brosa miklu meira heldur en ég hef gert undanfarið og er svo farinn að reyna að tala við mömmu og pabba, og hefur því hjalinu mínu farið mjög svo fram fjölskyldunni til mikillar ánægju.

Nýjust fréttirnar mínar eru að ég hef skipt um þurrmjólk og er ég allt annar, virðist vera minna um magakrampa og er óværðin mín einnig minni. Ætli þetta sé ekki líka ein af ástæðunum fyrir því að ég er farinn að brosa miklu meira. Virðist mér bara líða í alla staði miklu betur á þessari þurrmjólk.

Flettingar í dag: 638
Gestir í dag: 208
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29393
Samtals gestir: 9953
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 19:37:11

Eldra efni

Tenglar