Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

14.11.2005 00:18

Ekki lengur 3 í kotinu

Frá og með morgundeginum verðum við mamma og pabbi ekki lengur bara þrjú í kotinu því að amma og afi eru að koma heim frá New York í fyrramálið og hlakkar mig mjög svo til að sjá þau aftur. Húsið svolítið skrítið svona tómt, enda er líka alltaf gott að hafa tvær auka manneskjur til að knúsa sig.

Annars er allt gott að frétta. Helgin gekk vel fyrir sig og er ég búinn að vera þokkalega góður. Fór með pabba í vinnuna í dag og sló algjörlega í gegn hjá samstarfsfélögunum hans - enda ekki á hverjum degi sem þeir hitta flottasta guttann á landinu! Ég hafði sko mikið til málanna að leggja að pabbi þurfti að fara með mig á rúntinn í eitt skipti svo að ég talaði ekki alveg svona mikið og að þeir fengju vinnufrið en fyrir utan það var ég algjör engill.

Flettingar í dag: 638
Gestir í dag: 208
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29393
Samtals gestir: 9953
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 19:37:11

Eldra efni

Tenglar