Alveg hreint ótrúlegt hversu hratt tíminn líður. Nú er ég orðinn 8 vikna í dag, og hlakkar mömmu og pabba mjög svo til að fara með mig í skoðun í næstu viku til að fá að vita hvað ég er orðinn langur og hvað ég hef þyngst mikið því ég er víst farinn að síga vel í.
Annars eru þær fréttir að ég er búinn að ná mér af ælupestinni sem ég fékk, og ekki sænna vænna því það á að skíra mig á morgun. Enda er allt búið að vera á millión hérna á heimilinu í undirbúningi.