Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

20.11.2005 14:29

Hef verið skírður

Þá er ég kominn formlega með nafn og heiti ég fullu nafni Sebastían Jóhann Einarsson nokkuð stórt nafn en ég mun alveg geta borið það enda er ég að verða svo stór þessa dagana.

Skírnin mín fór fram heima hjá mér í Grafarvoginum og var hún mjög fín og flott. Séra Hannes Björnsson skírði mig og líkaði mér bara nokkuð vel við hann, en ekki eins vel við skírnarathöfnina sjálfa. Ég lét vel í mér heyra alla athöfnina eða þangað til að það kom að því að skvetta vatni á höfuðið mitt, en þá leið mér rosalega vel - enda finnst mér mjög gaman í baði og þá sérstaklega í sturtu! Enda voru gestirnir mínir farnir að glotta því að alltaf þegar séra Hannes byrjaði á sálmunum eða að tala um Guð byrjaði ég að örga og þurfti séra Hannes að hækka röddina í eitt skipti svo að í honum myndi heyrast yfir mig.

Afi Baldvin hélt á mér undir skírn og var Hildur Hanna systir Jóa hafa og Hrönn systir Sigrúnar ömmu skírnarvottarnir mínir og stóðu þær sig alveg frábærlega og var ég sérstaklega ánægður með þær. Takk kærlega kæru frænkur.

Ég sofnaði að vísu ekki í skírnarkjólnum mínum en var fljótur að sofna hjá Hildur Hönnu þegar ég var búinn að skipta um föt og svaf þar mest alla skírnina mína, mér líður bara alltaf svo vel hjá henni Hildi Hönnu frænku. Mamma var að grínast með að við ættum bara að flytja í bílskúrinn hjá henni því að þá gætum við alltaf farið inn til hennar þegar ég verð órólegur.

Nú ætlar hún mamma að fara að setja inn myndir úr skírninni minni í albúmið og svo koma fleiri myndir seinna af mér í skírnarkjólnum, það vannast ekki tími til að taka góðar myndir af mér í kjólnum þar sem ég var búinn að klæða mig sjálfur úr honum áður en mamma og pabbi vissu af!! 

Vildi ég bara ásamt mömmu og pabba þakka öllum gestunum mínum kærlega fyrir komuna og fyrir allar fallegu gjafirnar sem ég fékk.

Og svo auðvitað fær hann Stígur líka eitt stórt knús frá mér fyrir að taka myndirnar af mér þegar verið var að skíra mig.

Svo í lokin vildi ég segja til hamingju við hann "Lolla litla" en hann var líka skírður í gær og fékk nafnið Jón Halldór. Til hamingju með það kæri vinur.

Flettingar í dag: 638
Gestir í dag: 208
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29393
Samtals gestir: 9953
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 19:37:11

Eldra efni

Tenglar