Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

27.11.2005 12:46

Útlönd

Ég er að fara í mína fyrstu utanlands ferð núna eftir rúman mánuð. En ég fer með mömmu og pabba til Danmerkur að heimsækja Klemens afa og Heidi ömmu. En Klemens afi verður fimmtugur 9. janúar - en hann á einmitt afmæli sama dag og hún mamma - og hann ætlar að halda upp á afmælið sitt á Gamlársdag svo að það verður gífurlegt húllum hæ þá. Ætli við fljúgum ekki út 28. desember og komum heim á nýjárs dagskvöld, því að mamma byrjar í skólanum aftur 2. janúar svo að við megum ekki koma mikið seinna heim á klakann. Svo að núna er bara beðið eftir að ég verði fullskráður hjá Þjóðskrá svo að hægt verði að fara með mig niður í Útlendingaeftirlit og sækja um passa fyrir mig. Fæ ég passa sem gildir í heil FIMM ár, mömmu finnst það nú nokkuð langur tími þar sem ég mun ekki lengi líta út eins og ég er í dag!
Flettingar í dag: 638
Gestir í dag: 208
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29393
Samtals gestir: 9953
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 19:37:11

Eldra efni

Tenglar